Fyrirtækið tekur að sér verkefni, sem aðalverktaki, fagverktaki eða undirverktaki og vinnur verkefni skv. tilboði eða skv. tímavinnu. Tilboðsgerð og heimsóknir til viðskiptavina til að meta umfang verka, er viðskiptavinum að kostnaðarlausu.

Til að auðvelda viðskiptavinum sínum framkvæmdir, hafa Pípulagnaverktakar ehf. samstarf við fjölda verktakafyrirtækja til að geta boðið upp á heildarlausnir.

Pípulagnaverktakar ehf. hafa enn fremur samband við framleiðendur um allan heim við útvegun á hráefni til verkefna.

Fráveitulagnir og jarðvinna.
Snjóbræðslulagnir og stýrikerfi.
Neysluvatnslagnir.
Vatnsúðunarkerfi “sprinkler” og stjórnstöðvar.
Hitakerfi og tengigrindur.