Stýrismannaskólinn í Reykjavík


Endurinnrétting á 4. hæð, vestur að aðalstigahúsi. Bókasafn, lesaðstaða og tölvuver nemenda. Alls um 600 m2

Framkvæmdatímabil: Ágúst til Des. 2008

Pípulagnaverktakar sáu um eftirtalda verkþætti:

 • 5 bogadregnir kvistir klæddir og sparslaðir.
 • Gifsveggir og gifsklædd loft 1000 m2.
 • Flotun og dúklagning 550 m2.
 • Uppsetning kerfislofta 200 m2.
 • Múrviðgerðir 100 m2.
 • Uppsetning 175 loftlampa.
 • Uppsetning 35 þilofna.

Innifalið var efni vinna og frágangur.
Upphæð verksamninga á tímabilinu: 63.000.000 kr.

Aðalverktaki var Pípulagnaverktakar hf.

Read more...

Littlikriki, Mosfellsbæ.


300 m2 einbýlishús, innanhúsfrágangur.

Framkvæmdaár: Ágúst-September 2008

PV tóku við verkinu á byggingarstigi 5, tilbúnu undir trévérk, flísalagningu og innréttingu. PV sá um rafmagn og lýsingu í húsið, uppsetningu hreinlætistækja, flísalögn og gólfefni, tréverk og innréttingar.

Read more...

Háskólinn í Reykjavík - Nýbygging í vatnsmýrinni

Háskólabyggingin verður um 30.000 fermetrar að stærð á 2-3 hæðum. Í byggingunni verða um 50 kennslustofur og rannsóknarrými af mismunandi stærðum allt frá því að vera fyrir litla hópa eða 25-30 nemendur og upp í 160 manna fyrirlestrarsali.

Framkvæmdaár: 2008-2010

Pípulagnaverktakar sáu um eftirtalda verkþætti:

 • Frárennslislagnir innanhúss
 • Neysluvatnslagnir
 • Hitalagnir
 • Tengingu loftræstikerfis
 • Snjóbræðslulagnir
 • Vatnsúðakerfi
 • Sundlaugarlagnir fyrir gosbrunn og laug í innigarði
 • Háþrýsti-þrýstiloft
 • Brennslugas-kerfi

Upphæð verksamninga á tímabilinu: 400.000.000 kr.
Framkvæmdatímabil: 2008-2010
Aðalverktaki var Ístak hf.

 

Read more...

Bauhaus á Íslandi

Nýbygging byggingarvöruverslunar Bauhaus Lambhagavegi Reykjavík. Bauhaus er stærsta byggingarvöruverslun á Norðurlöndum. Byggingin er stálgrindarhús 22.000 m2 að stærð.

Framkvæmdaár: 2008

Pípulagnaverktakar sáu um eftirtalda verkþætti:

 • Regnvatnslagnir innanhúss 1300 m.
 • Neysluvatnslagnir 1300 m.
 • Hitalagnir 2900 m.
 • Vatnsúðalagnir 8100 m.

Upphæð verksamninga á tímabilinu: 113.000.000 kr.

Aðalverktaki var Ístak hf.

Read more...