ALHLIÐA LAGNAÞJÓNUSTA

REYNSLA OG ÞEKKING

Pípulagnaverktakar ehf. er eitt stærsta og traustasta þjónustu- og verktakafyrirtæki landsins á sviði lagnaverkefna. Starfssvið fyrirtækisins er alhliða lagnaþjónusta í stór og smá verk og hefur fyrirtækið tekið að sér flókin og stór verkefni um land allt.

reno4-home-icon1-1

ALMENN PÍPULAGNINGARVINNA

REYNSLA OG ÞEKKING

Fyrirtækið tekur að sér verkefni, sem aðalverktaki, fagverktaki eða undirverktaki og vinnur verkefni skv. tilboði eða skv. tímavinnu. Tilboðsgerð og heimsóknir til viðskiptavina til að meta umfang verka, er viðskiptavinum að kostnaðarlausu.

Til að auðvelda viðskiptavinum sínum framkvæmdir, hafa Pípulagnaverktakar ehf. samstarf við fjölda verktakafyrirtækja til að geta boðið upp á heildarlausnir.

Pípulagnaverktakar ehf. hafa enn fremur samband við framleiðendur um allan heim við útvegun á hráefni til verkefna.

Fráveitulagnir og jarðvinna.
Snjóbræðslulagnir og stýrikerfi.
Neysluvatnslagnir.
Vatnsúðunarkerfi “sprinkler” og stjórnstöðvar.
Hitakerfi og tengigrindur.

ALMENN SUÐUVINNA

FYRIR PLAST OG STÁL

Á eigin suðuverkstæði er unnið með sérlausnir í lögnum, samsetningum og frágangi lagnakerfa.

Verkefnin eru unnin af faglærðum suðumönnum með viðurkennd réttindi

reno4-home-icon3
reno4-home-icon2

SPRINKLER EFTIRLIT

 

Fyrirtækið tekur að sér viðhald, prófanir og eftirlit með lagna- og sprinkler-kerfum, eftir kröfum Brunamálastofnunar, samkv. sérstökum þjónustusamningi við verkkaupa.

ÞJÓNUSTUSAMNINGAR VIÐ HÚSFÉLÖG

 

Þjónustusamningar eiga líka við um almenn lagnakerfi, þar sem fyrirtækið sér um eftirlit, viðhald og stillingar á neysluvatns-, hita- og snjóbræðslukerfum.

reno4-home-icon1-1

Séróskir?

Hafðu samband