Reynsla og þekking

Um Pípulagnaverktaka ehf.

Pípulagnaverktakar ehf var stofnað á Blönduósi árið 1969 og á rúmlega 40 ára starfstíma hefur fyritækið vaxið upp í að vera eitt hið stæðsta á sínu sviði hérlendis. Stofnendur voru Bjarni Jónsson og Jóhannes Pétursson.

Með hæfu og faglega sinnuðu starfsfólki, góðum tækjabúnaði og vönduðum áætlanagerðum, vill fyrirtækið tryggja fagleg vinnubrögð og lágmarks verð. Ánægðir viðskiptavinir eru okkar mál.

Starfssvið fyrirtækisins er alhliða lagnaþjónusta í stór og smá verk

Suðuvinna

Á eigin suðuverkstæði er unnið með sérlausnir í lögnum, samsetningum og frágangilagnakerfa. Verkefnin eru unnin af faglærðum suðumönnum með viðurkennd réttindi.

Sprinkler eftirlit

Fyrirtækið tekur að sér viðhald, prófanir og eftirlit með lagna- og sprinkler-kerfum, eftir kröfum Brunamálastofnunar, samkv. sérstökum þjónustusamningi við verkkaupa.
Þjónustusamningar eiga líka við um almenn lagnakerfi, þar sem fyrirtækið
sér um eftirlit, viðhald og stillingar á neysluvatns-hita- og snjóbræðslukerfum.

Þjónusta við húsfélög

Að ósk viðskiptavina sinna gerir fyrirtækið kostnaðar– og viðhaldsáætlun yfir lagnakerfi. Slík viðhaldsáætlun gerir verkkaupa auðveldara fyrir að áætla rekstrar- og viðhaldsþörf og tryggir reglubundið og jafnt viðhald á lagnakerfunum, jafnframt því að draga úr áhættu á kostnaðarsömum endurnýjunum og rekstrar-truflunum í lagnakerfunum.

Viðurkenningar

Pípulagnaverktakar ehf. hafa hlotið fjölda viðurkenninga fyrir verk sín, m.a. frá Lagnafélagi Íslands.
STAÐSETNING

Við erum á Hvaleyrarbraut 41, Hafnarfirði

Hafðu samband og fáðu tilboð

Sími: 577 4142 | Tölvupóstur: pv@pv.is
Hafa samband